Fara í aðalefni

Þjónustugátt sem leysir þínar þarfir

Sparaðu tíma og kostnað með kerfi sem sameinar allt á einum stað. Grunnur er heildarlausn sem hægt er að nota til að smíða fullbúna þjónustugátt á nokkrum vikum.
Helstu eiginleikar

Aukin þjónusta og skilvirkni

Reikningar og hreyfingaryfirlit

Rafrænir reikningar og hreyfingaryfirlit aðgengileg viðskiptavinum á einum stað.

Örugg rafræn innskráning

Innskráning eftir þínu höfði með fjölbreyttum auðkenningarleiðum. 

Tenging við þitt viðskiptakerfi

Tenging við fjölda viðskipta- og upplýsingakerfa, t.d. Business Central og DK.

Ótal möguleikar

Sveigjanleg lausn fyrir ólíkar þarfir

Við erum meðvituð um að hver viðskiptavinur er einstakur og kröfur þeirra ólíkar. Grunnur er sveigjanleg lausn sem auðveldar þér að bjóða upp á upplýsingagjöf eða aðgerðir á bak við örugga innskráningu. Kerfið inniheldur hönnunarkerfi með yfir 100 viðmótseiningar auk þess sem hægt er að sérsmíða einingar inn í kerfið og aðlaga útlit þess að þínu vörumerki.
Tengingar

Hvaða þjónustu vilt þú tengjast?

Grunnur getur tengst fjölda viðskipta- og upplýsingakerfa á hraðvirkan og einfaldan máta, þar á meðal Business Central, DK, Dynamic AX, GoPro og Workpoint. Við fylgjumst einnig grannt með nýjustu straumum og stefnum og bætum við nýjum tengingum eftir þörfum.
Hraðara innleiðingarferli

Kláraðu dæmið á nokkrum vikum

Hvers vegna að byrja alveg frá byrjun ef þú þarft þess ekki? Grunnur styttir innleiðingartíma þjónustugáttar niður í nokkrar vikur í stað mánaða. Þá einfaldar kerfið alla þróun og uppsetningu til muna, ólíkt því þegar ákveðið er að sérsmíða kerfi frá grunni.
Hannað til að styðja stranga persónuverndar- og öryggisstaðla
Örugg auðkenning

Innskráning eftir þínu höfði

Grunnur býður upp á fjölbreyttar auðkenningarleiðir, til dæmis með rafrænum skilríkjum í gegnum Ísland.is, Active Directory og innskráningu í gegnum samfélagsmiðla eða tölvupóst. Kerfið byggir á leiðandi öryggisstöðlum og persónuverndarlöggjöf ásamt því að notast við nýjustu tækni í dulkóðun og aðgangsstýringu svo að þú getur verið viss um öryggi þinna notenda.
Betri notendaupplifun

Lægri rekstrarkostnaður & reglulegar uppfærslur

Grunnur er einfalt og öruggt kerfi sem sparar tíma og kostnað, eykur öryggi og bætir notendaupplifun. Kerfið er uppfært reglulega til að tryggja áreiðanleika og öryggi, sem þýðir lægri rekstrarkostnað fyrir þig þar sem reglulegar uppfærslur, viðbætur og öryggisúttektir eru innifaldar í áskrift.
Fjölbreytt kerfi

Settu þjónustugátt upp eins og þér hentar

Viltu bjóða þínum viðskiptavinum upp á aðgang að reikningum & hreyfiyfirliti eða bara eitthverju allt öðru og meira. Tilbúnar einingar eins og auðkenning, fullkomin notendastýring og hönnunarkerfi gerir það að verkum að hægt sé að sníða kerfið nákvæmlega að þínum þörfum á mettíma.
80%

Hraðari uppsetning

50%

Lækkun kostnaðar

99%

Uppitími tryggður

+100

Einingar í boði

80%

Hraðari uppsetning

50%

Lækkun kostnaðar

99%

Uppitími tryggður

+100

Einingar í boði

Spurt og svarað